11.7.2007 | 11:02
Eyjaferð :)
Jæja þá er að segja frá Eyjaferðinni . Lögðum af stað með rútu frá Reykjavík á föstudagsmorgunn og svo í Herjólf , vorum svo hepnar að fá klefa svo að stelpurnar gátu lagt sig , þegar við vorum allveg að vera komanar til Eyja vaknaði Victoría og við fórum upp að sjá hann innsiglinguna . Bróðir minn kom og tók á móti okkur og fórum við svo heim og beið okkar þar kræsingar eins og venjulega eftir mákonu mína namm mjög gott . Á laugardeginum fórum við svo með alla fjölsk niður í bæ og þar var sparisjóðurinn með leiki og hlaup fyrir krakkana að taka þátt í , og vann Kristberg sinn flokk og fékk fyrstuverlaun flottur strákur . Þarna vour líka grillaðar pilsur og blöðrur , svo var farið á bigðarsafnið og skoðað þar áður en við fórum heim . Eftir kvöldmat var farið í Skvísusund og skoðað hvað var að gerast þar í krónum og spjalla við fólk og hlusta á tónlist . Victoría var allveg að fíla sig í tætlur þarna og dansaði mikið og tjútaði um kl 23 var farið heim með krílinn og var hún fljót að sofna sú stutta hihi . Á sunudeginum var farið að skoða endur og gefa þeim brauð og nokra hesta sem voru þarna með folöldin sýn og var Victorí sko ekkert hrædd við hestana reitti handa þeim gras og stakk upp í þá . Þá var ferðini heitið á fiskasafnið og henni fanst það mjög gaman , sérstaklega af því að bróðir minn er sjómaður og hún var að skoða hvernig fiska hann var að veiða , svo stopuðum við aðeins hjá Laugu ömmu að kveðja og fá smá djús og kaffi . Hún Solla var svo sæt að koma og taka á móti okkur í Þorlákshöfn og vorum við að hittast í fyrsta skiptið af blogginu , en það var samt ekki eins og í fyrsta skiptið , við fengum veitingar hjá henni pylsu og kók og kaffi mjög fínt , svo skutlaði þessi elska okkur í bæinn . Takk Solla þú ert dúlla , það var æðisleg að koma og hitta þig og mannin þinn , sjáumst vonandi fljótlega . Jæja gott fólk læt þetta duga í bili hafið það gott og verið góð við hvert annað . Knús og klemm Heiða og co p.s Systir mín er hress eins og við má að búast þetta gengur allt hægt og rólega , hún þakkar fyrir allar kveðjur og biður rosalega vel að heilsa öllum . |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlist
Lögin mín
ýmislegt
-
Brian Doerksen - Today (as for me and my house)...
Athugasemdir
Hæ já takk fyrir skvísumæðgur...litla dúllan gleimdi bangsanum sínum
Solla Guðjóns, 11.7.2007 kl. 16:50
En gaman hjá ykkur.
Ætla að taka mér smá bloggsumarfrí, mamma er í heimsókn og svo erum við að fara að koma á klakan eftir 10 daga. En vildi bara senda þér knús og óska þér glóðs sumars.
P.s. Please senda sólina mina aftur tilbaka, ég sendi rigninguna núna!!!
Kolla, 14.7.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.