Lítið að frétta !!

Hæja góðu vinir og allir hinir líka , það er ekki mikið að frétta héðan . Annað en að það á að skera Sigrúnu systir mína á mánudag og veit ég svo sem ekkert meira en það en þá . Bið bara og vona til Guðs að þetta hepnist vel í þessari tilraun hjá þeim og það sé ekki of seint í rassin gripð í sambandi við batan , að fá mátt í fæturnar aftur og geta pissað sjálf og svona .

Af mér er það að frétta að næst elsta stelpan er komin heim frá Noregi þar sem hún hitti hinar tvær systur sýnar og var mjög gaman hjá þeim :) , en alltaf best að vera bara heima :) . Elsta dóttir mín kemur heim á morgun með litlu ömmu stelpuna mína og verður  hún 1 árs 17 Júní og verður sko mikið partí og kökur blöðrur og allt :) hæ hó jibbí jey jibbí jey það er komin 17 jándi júní hihih .

En um leið og ég veit eithvað hvernig gengur eftir aðgerðina hjá systir minni set ég það hérna inn og biður hún um kveðjur og þakkir fyrir hlýhug og góða strauma frá ykkur .

Knús og klemm Heiða


Kæru vinir TAKK :)

Vildi bara þakka fyrir allar bænirnar og stuðninginn sem þið hafið sýnt mér og systir minni . Ég veit að hún er mjög þakát fyrir allar bænirnar og hugulsemina og það er ég líka . Hún er á spítala núna en kemur senilega heim á þriðjudag . Það er því miður ekki búið að skera hana , en læknarnir á sjúkrahúsinu sem hún er á eru að reyna allt sem þeir geta til að koma henni sem fyrst í aðgerð . Ef það gengur ekki þá á hún alla vega að fara í aðgerð 4 Júní .

Af mér er það að frétta að ég er loksins útskrifuð eftir brjóstaaðgerðian Grin og þetta er allt að verða gróið jibbí hihi . Næst elsta dóttir mín er í Noregi í heimsókn hjá systir sinni og eins er elsta þar líka í heimsókn með litlu dóttir sýna , það hlítur að vera mjög gaman hjá þeim og vona ég að þær njóti þess allar að vera saman . Elsta dóttir mín kemur svo heim í byrjun júní og verður í 2 vikur og getum við þá haldið upp á afmæli ömmu barnsins míns sem verður 1 árs 17 Júní . Ég get varla beðið eftir að fá að knúsa hana .

Læt þetta duga í bili og en og aftur takk fyrir allar bænirnar og góða strauma og hugsanir . Munið að vera góð við hvert annað og Guð blessi ykkur öll .

 Knús og klemm Heiða


ÁRÍÐANDI !!!!

Kæru vinir langar að biðja ykkur að kveikja á kerti fyrir systir minni og biðja að hún komist í aðgerð næsta mánudag . Það er orðið mjög áríðandi að hún komist sem fyrst . Með fyrir framm þökk Heiða og fjölsk

Ólýsanleg !!!!!!!

Ákvað að skrifa smá hérna í dag , það kanski hjálpar mér að létta af sálini . Ég fór til Noregs að vera við fermingu hjá systur dóttur minni og var það í sjálfum sér æðislegt . En eins og margir vita hérna er systir mín búinn að vera mjög slæm af brjósklosi og er að bíða eftir að verða spengd . Þetta er 5 brjósklosið á sama stað og er hún hætt að geta gengið er lömuð að hluta niður í vinstri fót og getur ekki pissað , þanig að það verður að koma heimahjúkrun og tappa af 4 sinnum á sólahring . Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það var að vera þarna og geta ekkert gert fyrir hana . Mér hefur aldrei fundist ég eins lítis virði og einskins verð .

Maður skilur ekki þetta kerfi þarna úti , hvernig er hægt að láta hana bíða eftir að komast í þessa aðgerð , þegar hún er farin að lamast og getur ekki hjálpað sér sjálf leingur . Veit alla vega að hérna heima hefði hún ekki verið látin bíða svona lengi , með þessi einkenni sérstaklega að geta ekki haft stjórn á þvagi lengur .

Af mér er það að frétta að það þurfti að gera aðra smá aðgerð á vinstra brjóstinu og voru sett í það 8 spor og langaði mig helst að taka hausinn af lækninum þegar hann var að þessu , því að ég var ekki orðinn allveg dofin þegar hann byrjaði . Svo var ég pökkuð inn í umbúðir og átti að koma í skoðun áður en ég fær út til Noregs , sem ég og gerði .

Það var aftur gliðnað sundur á smá kafla en hann sagði að það væri í lagi þetta myndi gróa . Fékk nýjar umbúðir og átti að koma í umbúðaskipti eftir 2 daga , gerði það og það leit sæmilega út þá . Ég var samt eithvað með áhygjur af þessu og skoðaði sárið dagin eftir og þá sá ég að húðin á mér var bara að soðna af undan umbúðonum , þanig að ég tók þær af og hafði þetta opið yfir nóttina og svo bara grisju yfir dagin engan plástu og virkaði það betur og þetta fór loksins að þorna upp .

Fer svo í skoðun næsta þriðjudag hjá honum aftur , það verður fróðlegt að vita hvað hann segir þá , því að ég tók saumana úr sjálf þar sem þeyr voru ekki að gera neitt nema valda mér óþæginum . Það er en þá smá á miðju brjóstinu sem er ekki gróið , en ég er að vona að það komi fljótlega .

Fór svo með litlu prinsessuna mína til læknis 2 dögum eftir að við komum heim og það á að taka úr henni nefkirtlana 25 maí , sama dag og næst yngsta dóttir mín verður 20 ára . Næst elsta dóttir mín verður úti þá hjá henni og verður bara að halda upp á afmælið með henni fyrir mig , hún er að fara út 18 maí til 11 júní .

Ég fór líka að sjá dóttir mína keppa á hestamóti og var það mjög gaman og lenti hún í 3 sæti í b-úrslitum sem er mjög gott , þar sem hún var að keppa við margfalda meistara .

Læt þetta duga í bili verið góð við hvert annað . Klemm og knús Heiða


Tilraun tvö :)

Jæja ætla bara að láta vita að ég er á lífi Smile hef bara ekki verið mikið í skapi til að skrifa neitt . Á morgun á loksins að gera eithvað í sambandi við að skurðurinn grær ekki , vona að það gangi vel . Victoría er búinn að vera lasinn aftur , fékk eyrnabólgu á meðan hún var á fúkkalyfjum og Þarf að fá rör allavega sem fyrst .

Annars stitist í það að við förum út til Noregs í fermingu hjá Siggu falegu stelpuni hennar systir minnar Wink . Það verður gott að geta farið aðeins til þeyrra þó svo að ástandið sé ekki gott þar eins og er . Vona að systir mín fari að fá einhverja úrlausn á sýnum bakvandamálum það er allveg komin tími á það .

Sýðan kærastinn fékk aftur prófið hefur hann verið að vinna og vinna og sérst varla Tounge nema kanski um miðjan dag á sunudegi hálf miglaður hihi .

Elsta dóttir mín er svo flutt til Danmerkur með falegu dóttir sýna ég á eftir að sakna þeyrra svo mikið , en sem betur fer sé ég þær í ferminguni , svo verður maður bara að fara að safna peningum þanig að við getum heimsótt þaug fljótlega Grin

Jæja læt þetta duga í bili , farið vel með ykkur kæru vinir , klemm og knús Heiða


Smá montt :) hihi

Núna ætla ég að monta mig smá af næst yngstu dóttir minni Tounge . Hún býr í Noregi og er að vinna hjá manni sem temur og þjálfar hesta ásamt því að járna út um allar trissur líka . En dóttir mín var að taka þátt í hestamóti og lenti ó 2 sæti í tölti og 3 í fjórgangi og var með bestu samanlögð stig yfir mótið og var þar af leiðandi mótsmeystari í ungdómsflokk eða eithvað svo leiðis . Ég er allveg að rifna úr monti yfir þessi þar sem þetta er fyrsta mótið hennar Grin 

Annars er mjög fátt að frétta af mér og mínum hérna heima . Sárið er að gróa hægt og rólega og sagði læknirinn um daginn að þetta tæki svona mánuð í viðbót og þá ætti þetta að vera orðið gott Smile . Litla dóttir mín er reyndar búinn að vera soldið lasinn og bara losnar ekki við sýkinguna úr augonum Frown , ég er búinn að panta tíma hjá háls , nef og eyrnalækni eftir helgi og vonandi getur hann hjálpað eithvað . Hún er komin með bólgna kirtla líka . Við hin á heimilinu erum búinn að fá smá flensu en samt Lilja mest og virðist bara ekki getað losnað við hana og ekki hjálpar að hún er búinn að hósta svo mikið að hún er rifbeinsbrotinn Frown og ekkert hægt að gera við því .

Af Sigrúnu systir minni er það að frétta að það á að skera hana í sumar og spengja hryggin . Á von á að hún útskýrir þetta betur þegar hún kemst aftur í tölvu .

Ég og yngsta dóttir mín eru svo að fara til Eyja í fermingu hjá bróðir mínum og förum við á föstudag ásamt fleyrum úr fjölsk , það verður öruglega gaman Grin 

Eigið góða helgi kæru vinir klemm og knús Heart


Jibbí :) loksins

Komið sæl vinir nær og fjær Smile re þá ekki komin tími á smá blogg . Victoría er loksins búinn að fá gleraugun sýn og því líkur munur fyrir hana , skil ekki hvernig hún gat séð eithvað á þeyrra . Hún er svo duglelg að venjast þeim og um leið og hún vaknar á morgnana þá setur hún þaug upp Cool allgjör snúlla .

Af Sigrúnu systir minni er það að frétta að það á að senda hana til Ulleval á þriðjudag í næstu viku , læknarnir halda að það sé ekki eins mikill samgróningur og þeir héldu fyrst . Hún biður rosalega vel að heilsa öllum og þakkar fyrir allar kvejurnar og bænirnar . Vonum við að þeir geri eithvað bara sem fyrst fyrir hana þarna í Ullieval  svo að hún verði betri og komist heim til að undirbúa ferminguna hjá dóttir sinni . Endilega hafa hana áfram í bænum ykkar elsku vinir .

 Af mér er ekkert sérstagt að frétta , þetta ætlar að taka sinn tíma og sagði læknirinn minn á þriðjudag að þetta tæki " nokrar " vikur en að gróa og ég yrði bara að vera þolinmóð úfff . Það er hægara sagt en gert þegar meður er með eina 2 ára sem er mömmu stelpa hihi en ég verð bara að biðja og vona að þetta taki góðan kipp og fari að lokast þetta sár og gróa  . Annars skrapp kallin til Holands með vini sýnum að skoða vörubíla Smile en vinur hans bauð honum , gott að eiga svona vini hihi . Hlakka til að fá hann heim aftur LoL  .

Næst elsta dóttir mín sem býr hérna hjá mér líka er búinn að vera frekar slæm til heilsunar bæði andlega og líkamlega . Hún er mjög einmanna sérstaklega eftir að kötturinn okkar þurfti að vera svæfð Frown . Ef þið vitið um einhver sem er að gefa smá hunda alveg sama hvort hann er hvolpur eða fullorðinn , má líka allveg vera blendingar en verður bara að vera af smá hunda kyni . Þá megið þið allveg láta mig vita .

Eigið góða helgi kæru vinir , megi Guð og englar hanns blessa ykkur og varðveita , knús og klemm Heiða og co Heart

PB130017


Úffff !!!

Ákvað að setja inn nokrar línur . Er en þá að fara á hverjum degi í umbúðarskipti og þetta virðist ekki ganga neitt , en er samt allveg hreint sárið og ekert að grafa eða neitt svoleiðis sem betur fer , er þaklát fyrir litlu hlutina núna Wink . Kærastinn minn og næst elsta dóttir hafa tekið að sér allt í sambandi við heimili og annað og hefur kallin staðið sig með eindæmum vel og á hrós skilið fyrir það , duglegur að þvo og hengja upp og allt saman hihi . Vona að litla prinsessan mín fái gleraugun sýn á morgun síðasta lagi hinn . Af Sigrúnu systir minni er það að frétta að hún er en þá á spítala og læknarnir eru eithvað að bera saman bækur sýnar hvað sé best að gera . Læt vita þegar ég veit eithvað , ég skila öllum kveðjum svo þegar ég tala við hana . Ekki myndi það saka að hafa þaug í bænum okkuar þeim veitir víst ekki af því veit það . En annars farið vel með ykkur og eigði frábæra helgi í fermingaveislum og öllum sem er að gerast hjá ykkur .

Klemm og knús Heiða


Hægt og Rólega !!!

Jæja ekki er glæsilegt ástand á mér og fjölskyldu minni þessa dagana , er allveg hætt að botna þetta . Það grær ekki nógu vel hjá mér skurðirnir og er ég kanski ekki heldur búinn að vera allveg nógu stilt og ætla að taka mig á þar og vera rosalega stilt næstu vikur , ég var sett á fúkkalyf líka til að koma í veg fyrir sýkingar . Victoría er búinn að vera veik en er sem betur fer búinn að ná sér og er farinn á leikskólan aftur Grin henni til mikilar gleði .

Lilja er komin með flensu og er búinn að hósta svo mikið að hún er með brákuð rifbein Frown og svo stíflaðar ennis og kinnholur og er á fúllalyfjum við Því . Kærasti minn hefur slopið við flensuna en er slæmur í bakinu þessa dagana Frown . En þaug stansa sig bæði samt vel í að hugsa um heimilið , mig og Victoríu .

Af Sigrúnu systir minni er það að fétta að hún er kominn með 4 brjósklosið á sama stað , veit ekki hvernig þetta er hægt . Held að hún fái að vita í dag hvað er hægt að gera í þessu .

Við höldum fast í vonina og trúna um að þetta lagist allt saman og það verði hægt að binda enda á þetta bak vandmál hjá henni og manninum hennar , þaug eiga það sko skilið og miklu meyra en það .

Á morgun er nýr dagur með nýjar vonir og bjartar . Eigið góða helgi kæru vinir .

Klemm og knús Heiða


Búið !!!

Jæja þá er ég komin heim eftir aðgerðina . Það var frábært að sofna , en ég vaknaði ekki eins vel Frown vaknaði grátandi og að skjálfa úr kulda . Að öðru leiti gekk aðgerðin vel og er ég 1,5 kg léttari Tounge um barminn hihi . Ég var kominn framm úr strags um kvöldið og komin heim 2 dögum eftir aðgerð eins og er gert ráð fyrir . Ég má samt ekki gera neitt í 4 vikur sem er frekar erfit fyrir mig , þaðrf helst að setja mig í handjárn svo ég sé ekki farinn að taka eithvað til eða færa . En ég er að reyna að vera samt dugleg og gera ekki neitt .

Daginn sem ég kom heim var litlta dóttir mín Victoría orðins vona veik að ég hef sjaldan séð annað eins , það var grænt hor í nefinu og augonum og það bara lak gröftur úr augonum á henni , svo ég pantaði tíma hjá læknavagtini og þá er hún með eyrnabólgu í báðum eyrum , kvef og sýkingu í augonum og hálsbólgu . Hún var auðvita sett á fúkkalyf og áburð í augun sem er slagsmál að koma í , en við erum 3 þanig að þetta hefst . Svo til að bæta gráu ofan á svart þá klóraði kötturinn okkar hana í augnkrókin Frown , svo í gærkvöldi gat hún varla opnað augun lengur þanig að ég ætlaði að fá sendan læknir heim til að skoða hana og hringdi og pantaði það en gaf henni líka stíl og þegar hann fór að virka leið henni betur og fór að geta opnað augun svo ég afpantaði lækninn . Hún er öll að hressast í dag og sé ég stóran mun á henni frá því í gær Smile 

En kötturinn sem við erum búinn að eiga í níu ár er búinn að vera að haga sér undarlega sýðan í nóvenber og sérstaklega eftir að við komum frá Noregi , þá fór hún að klóra stelpuna út af engu og átti það til að ráðast á hana að ástæðu lausu . Þanig að eftir atviggið í gær tók ég þá erfiðu og ömurlegu ákvörðun að láta svæfa hana áður en það gerðist eithvað verra . Kærastinn minn fór svo með Lilju minni í dag og hún var svæfð FrownFrown , ég á eftir að sakna hennar mjög mikið hún var sérstakasti kötur sem ég hef hitt um æfina . Vona ég að henni líði betur núna , því ég er allveg viss um að það var eithvað að , hún hefur aldrei hagað sér svona .

Þanig að þetta er ekki búið að vera allveg eins og ég var að vona að það yrði  hvíld og svefn , frekar en venjulega . En það kemur nýr dagur eftir þennarn dag víst .

Eigið góða helgi allir sem einn . Knús og klemm Heiða og co


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Einstök 4 barna móðir í Hafnafirði :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Lögin mín

ýmislegt

  • object>
    Brian Doerksen - Today (as for me and my house)... *****

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband