28.11.2007 | 13:25
Komnar heim :)
Jæja þá er kirtlatakan búinn og tekið við ferlið að jafna sig eftir þetta allt saman . Hún er ótrúlega dugleg auðvita fékk reynar sýkingu í annað augað fyrir aðfgerðina og er búinn að vera með hita í nokra daga en er duleg að borða og drekka þessi dúlla .
Lilja fór að sækja um vinnu í dag í dýrabúð og vonum við bara að það gangi upp , held að það væri besti staður sem hún gæti unnið á hún elskar svo mikið dýr .
Mín mál ganga hægt fyrir sig , en mjakast áfram þó , er betri í fótonum eftir að ég var loksins sett á bjúglyf , og búinn að léttast næstum um 6 kg bara að vökva , allavega er ekki lengur eins og maður gangi á hnífum og þarf ekki auka verkjalyf til að komast í gegnum dagin lengur .
Fórum á laugardaginn og hengdum upp jólabjöllu í jólaþorpið hérna í Hafnafirði sem Victoría var búinn að búa til í leiksólanum og var það mjög gaman og jólasveinar og allt dótið sem því viðkemur hehe .
Læt þetta duga í bili farið vel með ykkur vinir og vandamenn knúss og klemm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2007 | 17:26
Byrja á byrjuninni !!
Hæ hæ allir nær og fjær , þá er best að segja frá því sem er búið að vera að gerast hérna . Satt að segja fékk ég taugaáfall og hefði átt að leggja mig inn en ég svo þrjósk og líka með lítið barn var ekki allveg til í það , heldur fann mér góða vinkonu og góðan geðlæknir sem hlustar á mann og ákvað að vinna í þessu í eitt skipti fyrir ÖLL . Þetta er eiginlega uppsöfnuð áföll í gegnum lífið meyra og minna stór áföll frá því að ég varð 29 ára og misti húsnæðið mitt og horfði upp að það brenna . Ég held að þetta sé upphafið að vandamálunum hjá mér í dag , þó svo að ég viti að það er margt annað sem gerðist fyrr í upvegstinum .
Annað mál er að ofan á allt þetta fékk Lilja mín botlangakast í fyrra dag og var drifið með hana á spítala og skorinn í gær og kom heim svo í dag og það mátti ekki mikið seina vera með botlangan hann var orðin svo bólgin , núna er hún soldið slöpp og bara tekur það rólega .
Þriðja mál litla prinsessan Vicrtoría Rut er að fara í hálskirtlatöku á mánudagin næsta og svonumst við að það gangi bara vel og hún verði fljót að jafna sig .
Fjórða ég er búinn að reyna að ná í gigtarlæknin minn í allan dag því að ég get varla alminilega gengið , en þá auðvita næst ekkert í hann og ég verð bara pirruð og reið af öllum þessum verkjum og leiðindum og það bitnar á þeim sem það á ekki að bitna á . En á morgun er nýr dagur og þá vonandi gengur betur að ná í lækninn .
Já annað ég er víst aftur orðin eistök , hann gafst upp á mér eða eithvað kemur í lljós hvort ég eigi eithvað eftir að tjá mig um það eða ekki .
Hafið það gott ætingjar og vinir nær og fjær
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlist
Lögin mín
ýmislegt
-
Brian Doerksen - Today (as for me and my house)...