Búið !!!

Jæja þá er ég komin heim eftir aðgerðina . Það var frábært að sofna , en ég vaknaði ekki eins vel Frown vaknaði grátandi og að skjálfa úr kulda . Að öðru leiti gekk aðgerðin vel og er ég 1,5 kg léttari Tounge um barminn hihi . Ég var kominn framm úr strags um kvöldið og komin heim 2 dögum eftir aðgerð eins og er gert ráð fyrir . Ég má samt ekki gera neitt í 4 vikur sem er frekar erfit fyrir mig , þaðrf helst að setja mig í handjárn svo ég sé ekki farinn að taka eithvað til eða færa . En ég er að reyna að vera samt dugleg og gera ekki neitt .

Daginn sem ég kom heim var litlta dóttir mín Victoría orðins vona veik að ég hef sjaldan séð annað eins , það var grænt hor í nefinu og augonum og það bara lak gröftur úr augonum á henni , svo ég pantaði tíma hjá læknavagtini og þá er hún með eyrnabólgu í báðum eyrum , kvef og sýkingu í augonum og hálsbólgu . Hún var auðvita sett á fúkkalyf og áburð í augun sem er slagsmál að koma í , en við erum 3 þanig að þetta hefst . Svo til að bæta gráu ofan á svart þá klóraði kötturinn okkar hana í augnkrókin Frown , svo í gærkvöldi gat hún varla opnað augun lengur þanig að ég ætlaði að fá sendan læknir heim til að skoða hana og hringdi og pantaði það en gaf henni líka stíl og þegar hann fór að virka leið henni betur og fór að geta opnað augun svo ég afpantaði lækninn . Hún er öll að hressast í dag og sé ég stóran mun á henni frá því í gær Smile 

En kötturinn sem við erum búinn að eiga í níu ár er búinn að vera að haga sér undarlega sýðan í nóvenber og sérstaklega eftir að við komum frá Noregi , þá fór hún að klóra stelpuna út af engu og átti það til að ráðast á hana að ástæðu lausu . Þanig að eftir atviggið í gær tók ég þá erfiðu og ömurlegu ákvörðun að láta svæfa hana áður en það gerðist eithvað verra . Kærastinn minn fór svo með Lilju minni í dag og hún var svæfð FrownFrown , ég á eftir að sakna hennar mjög mikið hún var sérstakasti kötur sem ég hef hitt um æfina . Vona ég að henni líði betur núna , því ég er allveg viss um að það var eithvað að , hún hefur aldrei hagað sér svona .

Þanig að þetta er ekki búið að vera allveg eins og ég var að vona að það yrði  hvíld og svefn , frekar en venjulega . En það kemur nýr dagur eftir þennarn dag víst .

Eigið góða helgi allir sem einn . Knús og klemm Heiða og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ! Þú mátt til að vera dugleg við að gera ekki neittog láta stjana við þig.vertu þolinmóð það verður svo gaman að ver með nýjar júllukúllurog halda ballans

Solla Guðjóns, 3.3.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Adda bloggar

bloggkveðja og góða helgi!góðan bata mín kæra vinkona

Adda bloggar, 3.3.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Samúðarkveðjur fyrir Lady En ég veit að þetta var rétt ákvörðun hjá þér dúllan mín, en það er samt alltaf erfitt að fara með gæludýrið sitt

Mig hlakka voða til að sjá nýju dúddurnar, mikið rosalega held ég að þu hafir það nú betra að vera laus við alla þessa þyngd !!!!

Knústu svo Lilju, Victoriu og Kidda frá frænku í útlöndum.

Ég elska ykkur í svefni og vöku

Sigrún Friðriksdóttir, 3.3.2007 kl. 13:34

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 4.3.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Einstök 4 barna móðir í Hafnafirði :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Lögin mín

ýmislegt

  • object>
    Brian Doerksen - Today (as for me and my house)... *****

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband