8.2.2007 | 15:18
Ótrúlegt hvernig læknar geta látið !!!!!!!!!
Það gekk allveg framm af mér í gær , þegar ég keyrði eina dóttir mína til læknis , það var svo sem ekkert merkilegt að ég var að keyra hana , en hvað hann sagði var annað mál . Hún er búinn að vera hjá þessum lækni í nokur ár vegna geðræna vandamála og gengið upp og niður , en er mjög slæm núna hefur aldrei verðið svona búinn á sál og líka áður . Hún sagði honum hvað væri að og hvernig henni liði og hvað væri hægt að gera til að hjálpa sér , hann sagði ekkert ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera , látu þér líða vel og sjáumst svo í miðjan mars . ég átti ekki til orð þegar hún kom út og sagði mér þetta , ég gat ekki einu sinni verið reið , mér fanst þetta svo fáranlegt . En hvað á að gera núna ??? Hún þarf allveg auglóslega hjálp það sér hvert manns barn án þess að vera læknismentað . Við ætlum að prufa að fara til heimilislæknisinns eftir helgi og hann getur þá alla vega betn henni á sérfræðing vonandi . Vonum það besta alla vega þangað til .....
En annað , þá er ég að fara í aðgerð 27 feb , get ekki beðið hlakkar svo til , veit að þetta hljómar undarlega í eyrum sumra , en það er svo gott að láta svæfa sig . Það skilur þetta kansi einhver sem hefur ekki sofið vel í 13 ár og sefur kanski bara 1-2 tíma í einu á nóttuni venga verkja . En svo ég segi nú í hvernig aðgerð ég er að fara þá á að minka brjóstinn , og ekki er ég minna ánægð með það , það er hræðilegt að þurfa að bera þessi þingsli . Vona að ykkur finist ég vera of skrýtin að hlakka svona til að verða svæf hihi . Eigði góða viku og en þá betri helgi , það ætla ég að gera , njóti njóti .
p.s
Já ég vað að vera amma víst aftur í gær svona óvænt , fékk næst ingsta dóttir mín sér hund allgjör dúlla hún heitir Tanja Ósk Jensen auðvita
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlist
Lögin mín
ýmislegt
-
Brian Doerksen - Today (as for me and my house)...
Athugasemdir
Alltaf er hann Guðmundur okkar svo mikil dúlla. En mig langar að koma heim og berja hann Dr ........í hausinn, hvernig er hægt að voga sér að koma svona fram. Ok ef hann getur ekkert gert meira hvernig væri þá að vera maður til að viðurkenna það og senda hana til annars sérfræðings Já hún lilta Jensína er bara æði og Guðmundur ég fæ að spilla henni þar sem Heiðu næst yngsta er hér í Norge og kom með dúlluna í heimsókn í gær OG ÆÐISLEGA til hamingju með brjóstaminkunina, það verður sko til heilsu bótar fyrir þig og nógu lengi ertu búin að þurfa að bíða dúllan mín. Ég er búin að vera í fílu í dag, bara svona eins og gerist stundum hjá fólki svo ég ætla ekki að blogga í dag og kæfa alla í skítalykt hihi Gangi ykkur bara rosalega vel hjá heimilislækninum hann hefur nú oft reynst ykkur vel og vonandi gerir það núna líka.
'Eg elska ykkur allar í plúsa og mínusa dúllan mín
Sigrún Friðriksdóttir, 8.2.2007 kl. 23:13
gangi þér vel i aðgerðinni
Ólafur fannberg, 10.2.2007 kl. 16:30
Það er ægilegt að geta ekki sofið og óska ég þér þess að alhug að þú megir njóta eðlilegs svefns. Gangi þér aðgerðin vel. Ég skil vel að þig hlakki til þess svefns sem þú færð þá.
Já, endilega leitaðu annars læknis með hana dóttur þína. Mínar bestu óskir til ykkar beggja.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 18:42
Þarna eigum við greinilega við sömu vandamál að etja.Þ.e.a.s.að fá rétta hjálp fyrir dætur okkar.ARRRRRRRRRRRGGGGGGGGGG. Vil ekki skrifa um vandamálin hér á bæ á mína síðu sökum þess hvað ég bý í litlu samfélagi og fólk þarf alltaf soldið að smjattasamt ætti ég kanski að gera það.
Nú veit ég ekki hvort dóttir þín er hjá geðlækni eða einhverjum öðrum,hvort sem er þá er sá hinn sami ekki starfi sínu vaxinn,að hann skuli voga sér að segja að ekkert sé til hjálpar við sjúkling með geðræn vandamál!!!!!Er hann að reyna að ganga frá henni,,,,ARRRRRRRGGGGG.Það minnsta sem hann hefði getað gert er að vísa henni til annars læknis á þessu sviði.Það er samt ótrúleg bið að komast að hjá barna og unglingageðlæknum.Mín var að komast að í vetur eftir meira en árs bið...........komst þá að vegna þess að læknirinn sem hún er búin að vera hjá í gegnum árin varð svo reiður þegar ég leitaði til hans þegar ég var að niðurlotum komin útaf vanlíðan stelpunar að hann fór í eigin persónu til geðlæknisins og hreinlega heimtaði tíma og fékk fyrsta forfallatíman fyrir hana.Hlutirnir hafa aðeins breyst til hins betra.Það er ekki hægt að ætlast til að blaðinu verið snúið við á nó tæm þegar um andleg veiki er að ræða.
Hjá minni dúllu er það þannig að hún verður hreinlega veik af kvíða.Hún ælir,kanski um kvöldið þegar hún er að fara að sofa,kanski um mija nótt eða þá um morguninn þegar hún er vöknuð og er að fara í skólan.Stundum ælir hún hér á tröppunun á leiðinni út eða rétt eftir að hún er sest inn í bíl...núna er hún alltaf með kviðverki eða höfuðverk eða bara guð má vita hvað.Geðlæknirinn greinir hana með kvíða með sterkum krónískum líkamlegum einkennum og rekur þennan kvíða til lesblindu sem lítið var tekið á í skólanum þó að lesblinduprófið sýndi hana lesblinda þá var alltaf sagt að hún færi sér bara hægt...ARRRRRRRGGGGGGGG.Auðvita hefur þetta allt saman bitnað á náminu og hún dregist aftur úr vegna lélegra mætinga því hún er ansi oft veik..................EN ok er byrjuð að blogga á þinni.
Mín ráð til þín fá tilvísun frá heimilislækni á b og u-geðlækni.Tala um lyf við h.-lækninn.Mín er t.d. að taka solsft og reynist allavega betur en ekki.Skólastjórnendur vildu láta han á rítalín en ég harðneytaði,því ég hef séð börn og unglinga verða af einhverri flatneskju sem er ja alveg sama ,eða ég er að meina GLATA SÍNUM KARAKTER .....
Er hætt.Megi ykkur ganaga sem allra best.
Kv.Sólveig Guðjóns.
Solla Guðjóns, 12.2.2007 kl. 02:39
Það á nú bara að tilkynna svona lækna.
Inga Rós Antoníusdóttir, 12.2.2007 kl. 09:48
Vá ég lét gamminn geysa hér að ofan.Mér finnst mín vandamál hreynt ekki svo mikil vandamál núna þegar ég hef lesið blogg frænku systur þinnar.
Risa faðmlag til ykkar.
Solla Guðjóns, 14.2.2007 kl. 01:56
sumir ættu að skila lækningaleyfinu inn! ef þeir segja svona við veikann einstakkling ætti sá hinn sami að hætta strax
Kristberg Snjólfsson, 17.2.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.