19.6.2007 | 12:14
Sumar :)
Jæja gott fólk er þá ekki komin tími á smá blogg . Helgin var bara góð byrjuðum á að fara í 1 árs afmæli hjá dóttur dóttur minni sem er auðvita bara sætust hihi
. Þar voru borðaðar kökur og annað meðlæti sem við á auðvita með kaffi . Fórum svo í heimsókn til mömmu og pabba líka fyrst maður var nú komin til Keflavíkur á annað botð , vorum þar framm yfir kvöldmat og fórum svo heim .
Á sjálfan 17 júní komu mamma og Laeila systir mín í Hafnafjörð og fórum við að sjá Víkinganga eða eins og litla dóttir mín segir skrýtna menn með sítt hár og skegg og furðulegum fötum hihih . Laeila systir mín átti afmæli þennan dag hæ hó jibbí jey og allt það , og eins dóttur dóttir mín átti líka afmæli í dag veislan vara bara deginum fyrr . Við eidum góðum tíma í að skoða og sjá Víkinga og Valkyrjur og sterka menn keppa . Þanig að þetta var bara hin besti dagur þegar að kveldi var komið . Allir sáttir og glaðir .
Fréttir af Sigrúnu er að hún er komin heim og búið að taka saumana úr og hún getur labbað með hækjur og farið smá út og svona , bara gott að vera komin heim og þakkar fyrir allar kveðjurnar .
Mynd af Victoríu Rut í þjóðbúning og Freyja Rán (minnir) í Víkingarbúnin með Laeilu
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2007 | 09:15
GÓÐAR FRÉTTIR !!!
Jæja þá eru smá fréttir . Sigrún er búinn í aðgerðini og tók hún um 6 tíma og var sett tvær plötur og 4 skrúfur . Það kom í ljós í aðgerðini að það var annað gamalt brjósklos undir hinu sem ver komið fyrir aftan eða undir taugarnar og þrísti svona á þær , þess vegna tók svona langar tíma að skera , það þurfti að plokka hitt svo varlega í burtu .
En alla vega þá er hún farin að fara á fætur og getur labbað út og fengið sér sígrettu og farið á klóset og pissað sjálf sem er bara frábært því að það var orðin svo mikil hæta á lömun í þvagblöðrunni .
Af mér og mínum er allt ágætt að frétta , ætla út að borða um helgina og halda upp á 42 ára afmælið mitt hihi . Victoría fór í nefkyrtlatöku og gekk bara vel , hefur verið soldið lítil í sér eftir svævinguna en annars bara hress . Lilja er komin heim frá Noregi og var bara mjög sátt við ferðina . Elsta er í heimsókn á Íslandi með litlu prinsessuna sem er að verða 1 árs 17 júní og verða þær hérna fram í um miðjan júlí .
Læt þetta duga í bili knús og klemm kveðja frá Sigrúnu , Heiða
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.6.2007 | 09:15
Lítið að frétta !!
Hæja góðu vinir og allir hinir líka , það er ekki mikið að frétta héðan . Annað en að það á að skera Sigrúnu systir mína á mánudag og veit ég svo sem ekkert meira en það en þá . Bið bara og vona til Guðs að þetta hepnist vel í þessari tilraun hjá þeim og það sé ekki of seint í rassin gripð í sambandi við batan , að fá mátt í fæturnar aftur og geta pissað sjálf og svona .
Af mér er það að frétta að næst elsta stelpan er komin heim frá Noregi þar sem hún hitti hinar tvær systur sýnar og var mjög gaman hjá þeim :) , en alltaf best að vera bara heima :) . Elsta dóttir mín kemur heim á morgun með litlu ömmu stelpuna mína og verður hún 1 árs 17 Júní og verður sko mikið partí og kökur blöðrur og allt :) hæ hó jibbí jey jibbí jey það er komin 17 jándi júní hihih .
En um leið og ég veit eithvað hvernig gengur eftir aðgerðina hjá systir minni set ég það hérna inn og biður hún um kveðjur og þakkir fyrir hlýhug og góða strauma frá ykkur .
Knús og klemm Heiða
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlist
Lögin mín
ýmislegt
-
Brian Doerksen - Today (as for me and my house)...