Kæru vinir TAKK :)

Vildi bara þakka fyrir allar bænirnar og stuðninginn sem þið hafið sýnt mér og systir minni . Ég veit að hún er mjög þakát fyrir allar bænirnar og hugulsemina og það er ég líka . Hún er á spítala núna en kemur senilega heim á þriðjudag . Það er því miður ekki búið að skera hana , en læknarnir á sjúkrahúsinu sem hún er á eru að reyna allt sem þeir geta til að koma henni sem fyrst í aðgerð . Ef það gengur ekki þá á hún alla vega að fara í aðgerð 4 Júní .

Af mér er það að frétta að ég er loksins útskrifuð eftir brjóstaaðgerðian Grin og þetta er allt að verða gróið jibbí hihi . Næst elsta dóttir mín er í Noregi í heimsókn hjá systir sinni og eins er elsta þar líka í heimsókn með litlu dóttir sýna , það hlítur að vera mjög gaman hjá þeim og vona ég að þær njóti þess allar að vera saman . Elsta dóttir mín kemur svo heim í byrjun júní og verður í 2 vikur og getum við þá haldið upp á afmæli ömmu barnsins míns sem verður 1 árs 17 Júní . Ég get varla beðið eftir að fá að knúsa hana .

Læt þetta duga í bili og en og aftur takk fyrir allar bænirnar og góða strauma og hugsanir . Munið að vera góð við hvert annað og Guð blessi ykkur öll .

 Knús og klemm Heiða


ÁRÍÐANDI !!!!

Kæru vinir langar að biðja ykkur að kveikja á kerti fyrir systir minni og biðja að hún komist í aðgerð næsta mánudag . Það er orðið mjög áríðandi að hún komist sem fyrst . Með fyrir framm þökk Heiða og fjölsk

Ólýsanleg !!!!!!!

Ákvað að skrifa smá hérna í dag , það kanski hjálpar mér að létta af sálini . Ég fór til Noregs að vera við fermingu hjá systur dóttur minni og var það í sjálfum sér æðislegt . En eins og margir vita hérna er systir mín búinn að vera mjög slæm af brjósklosi og er að bíða eftir að verða spengd . Þetta er 5 brjósklosið á sama stað og er hún hætt að geta gengið er lömuð að hluta niður í vinstri fót og getur ekki pissað , þanig að það verður að koma heimahjúkrun og tappa af 4 sinnum á sólahring . Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það var að vera þarna og geta ekkert gert fyrir hana . Mér hefur aldrei fundist ég eins lítis virði og einskins verð .

Maður skilur ekki þetta kerfi þarna úti , hvernig er hægt að láta hana bíða eftir að komast í þessa aðgerð , þegar hún er farin að lamast og getur ekki hjálpað sér sjálf leingur . Veit alla vega að hérna heima hefði hún ekki verið látin bíða svona lengi , með þessi einkenni sérstaklega að geta ekki haft stjórn á þvagi lengur .

Af mér er það að frétta að það þurfti að gera aðra smá aðgerð á vinstra brjóstinu og voru sett í það 8 spor og langaði mig helst að taka hausinn af lækninum þegar hann var að þessu , því að ég var ekki orðinn allveg dofin þegar hann byrjaði . Svo var ég pökkuð inn í umbúðir og átti að koma í skoðun áður en ég fær út til Noregs , sem ég og gerði .

Það var aftur gliðnað sundur á smá kafla en hann sagði að það væri í lagi þetta myndi gróa . Fékk nýjar umbúðir og átti að koma í umbúðaskipti eftir 2 daga , gerði það og það leit sæmilega út þá . Ég var samt eithvað með áhygjur af þessu og skoðaði sárið dagin eftir og þá sá ég að húðin á mér var bara að soðna af undan umbúðonum , þanig að ég tók þær af og hafði þetta opið yfir nóttina og svo bara grisju yfir dagin engan plástu og virkaði það betur og þetta fór loksins að þorna upp .

Fer svo í skoðun næsta þriðjudag hjá honum aftur , það verður fróðlegt að vita hvað hann segir þá , því að ég tók saumana úr sjálf þar sem þeyr voru ekki að gera neitt nema valda mér óþæginum . Það er en þá smá á miðju brjóstinu sem er ekki gróið , en ég er að vona að það komi fljótlega .

Fór svo með litlu prinsessuna mína til læknis 2 dögum eftir að við komum heim og það á að taka úr henni nefkirtlana 25 maí , sama dag og næst yngsta dóttir mín verður 20 ára . Næst elsta dóttir mín verður úti þá hjá henni og verður bara að halda upp á afmælið með henni fyrir mig , hún er að fara út 18 maí til 11 júní .

Ég fór líka að sjá dóttir mína keppa á hestamóti og var það mjög gaman og lenti hún í 3 sæti í b-úrslitum sem er mjög gott , þar sem hún var að keppa við margfalda meistara .

Læt þetta duga í bili verið góð við hvert annað . Klemm og knús Heiða


Höfundur

Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Aðalheiður Friðriksd. Jensen
Einstök 4 barna móðir í Hafnafirði :)
Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Lögin mín

ýmislegt

  • object>
    Brian Doerksen - Today (as for me and my house)... *****

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband